Uppfærð frétt

Smitaðir ferðamenn í Herjólfi

1.Ágúst'21 | 13:59
herj_farthegar

Fimmtán er­lend­ir ferðamenn sem voru um borð í Herjólfi í gær greind­ust all­ir smitaðir af Covid-19. Ljósmynd/TMS

Fimmtán er­lend­ir ferðamenn sem voru um borð í Herjólfi í gær greind­ust all­ir smitaðir af Covid-19. Ferðamenn­irn­ir fengu já­kvæðar niður­stöður úr sýnatöku er komið var til Eyja.

Greint er frá málinu á fréttavef Morgunblaðsins - mbl.is. Þar er haft eftir Herði Orra Grett­is­syni, fram­kvæmda­stjóra Herjólfs að það hafi verið farþegar í gær sem ferðuðust frá Land­eyja­höfn til Vest­manna­eyja sem fengu sím­tal eft­ir að þeir komu til Eyja um að þeir væru með já­kvæðar niður­stöður.

„Við fáum í raun og veru bara upp­lýs­ing­ar frá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um sem ann­ast þessa rakn­ingu og feng­um leiðbein­ing­ar frá henni. Þessi hóp­ur fór síðan yfir í Land­eyja­höfn aft­ur og þau sátu í rútu inni á bíla­dekki.“

Hörður seg­ir að ákveðnar vinnu­regl­ur séu til taks ef svona lagað kem­ur upp og gripið var til þeirra. „Við feng­um síðan upp­lýs­ing­ar um hvernig við ætt­um að haga okk­ur og hvað við þyrft­um að gera frá rakn­ing­ar­t­eym­inu.“

Uppfært kl. 14.14:

Samkvæmt heimildum Eyjar.net fóru umræddir ferðamenn ekki frá borði í Eyjum, heldur fóru þeir strax til baka með næstu ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.