Uppfærð frétt
Smitaðir ferðamenn í Herjólfi
1.Ágúst'21 | 13:59Fimmtán erlendir ferðamenn sem voru um borð í Herjólfi í gær greindust allir smitaðir af Covid-19. Ferðamennirnir fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku er komið var til Eyja.
Greint er frá málinu á fréttavef Morgunblaðsins - mbl.is. Þar er haft eftir Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra Herjólfs að það hafi verið farþegar í gær sem ferðuðust frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja sem fengu símtal eftir að þeir komu til Eyja um að þeir væru með jákvæðar niðurstöður.
„Við fáum í raun og veru bara upplýsingar frá lögreglunni í Vestmannaeyjum sem annast þessa rakningu og fengum leiðbeiningar frá henni. Þessi hópur fór síðan yfir í Landeyjahöfn aftur og þau sátu í rútu inni á bíladekki.“
Hörður segir að ákveðnar vinnureglur séu til taks ef svona lagað kemur upp og gripið var til þeirra. „Við fengum síðan upplýsingar um hvernig við ættum að haga okkur og hvað við þyrftum að gera frá rakningarteyminu.“
Uppfært kl. 14.14:
Samkvæmt heimildum Eyjar.net fóru umræddir ferðamenn ekki frá borði í Eyjum, heldur fóru þeir strax til baka með næstu ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.