Gagnkvæmur áhugi á að eldgosanna verði minnst með viðburðum
31.Júlí'21 | 12:57Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni voru til umfjöllunar viðburðir árið 2023 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Eldgosinu á Heimaey og 60 ár frá Surtseyjargosinu.
Fram kemur í fundargerðinni að þann 22. júní sl. hafi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja fundað þar sem m.a. kom til umræðu gagnkvæmur áhugi á að skipuleggja viðburði í tilefni þeirra tímamóta að árið 2023 verða 50 og 60 ár liðin frá eldgosunum á Heimaey og í Surtsey.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við forsætisráðherra á þeim nótum sem kynnt var í bæjarráði.
Tags
Bæjarráð
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.