Skoða að sækja um ríkisstyrk

28.Júlí'21 | 09:26
IMG_2704.jpg890

Frá Þjóðhátíð. Ljósmynd/Addi í London

Formaður þjóðhátíðarnefndar segir nefndina íhuga að sækja um ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV af því að fresta þurfi Þjóðhátíð annað árið í röð.

Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Herði Orra Grettissyni, formanni þjóðhátíðarnefndar að það sé ómögulegt að segja hvort félagið fái einhvern styrk frá ríkinu. „Okkur fyndist það eðlilegt þegar lokað er á hátíðina með viku fyrirvara. Það er stjórnvaldsaðgerð og því hljóta yfirvöld að hafa tekið áhrifin af henni með í reikninginn. Ríkisstjórnin hlýtur að hafa gert það.“

ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki í Eyjum sem og Vestmannaeyjabær, sem styrkti ÍBV um tuttugu milljónir króna.

„Þessir styrkir komu okkur fyrir horn í fyrra og við náðum rétt svo að lifa þetta af. Það óskuðu einhverjir í fyrra eftir því að flytja miðana sína í staðinn fyrir endurgreiðslu svo félagið gat flotið áfram á þeim aurum,“ segir Hörður.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir, segir í viðtali við Viðskiptamoggann að ekki sé byrjað að ræða hvort bærinn styrki félagið aftur í ár. 

„Ríkið kom ekkert inn í þetta í fyrra og mér finnst eðlilegt að félagið taki það samtal við ríkið enda allt aðrar aðstæður en voru þá. En eðlilega hefur þetta gríðarlega mikil áhrif ef það verður engin Þjóðhátíð,“ segir Íris.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.