Þjóðhátíðarblaðið komið út

26.Júlí'21 | 21:45
thh-blad-2021-ibvsp

Lind Hrafnsdóttir, Sara Sjöfn Grettisdóttir, Þóra Sif Kristinsdóttir og Vilmar Þór Bjarnason. Ljósmynd/ibvsport.is

Þjóðhátíðarblaðið 2021 er komið út. Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstýrði blaðinu í ár, en henni til aðstoðar voru Lind Hrafnsdóttir sem sá um umbrot og hjónin Vilmar Þór Bjarnason og Þóra Sif Kristinsdóttir sem sáu um auglýsingar.

Blaðið er stútfullt af flottum myndum frá fyrri hátíðum, viðtölum og öðru skemmtilegu, segir í frétt á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags. 

Blaðið er til sölu í Klettinum og í Tvistinum á 1500 kr. Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið heimsent geta sent póst á vilmar@ibv.is eða sent skilaboð á facebook síðunni ÍBV Vestmannaeyjar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.