Brekkusöngnum streymt á sunnudaginn

26.Júlí'21 | 16:19
Magnús Kjartan ads

Magnús Kjartan Eyjólfsson mun stýra brekkusöngnum þetta árið, í beinu streymi. Ljósmynd/aðsend

Enn er óráðið hvort og þá hvenær Þjóðhátíð fer fram í ár. Tvennt er þó ákveðið. Annars vegar að hátíðarhald verði ekki um komandi verslunarmannahelgi. Hitt er að ákveðið hefur verið að brekkusöngnum verði streymt á netinu á sunnudaginn nk.

Staðfest er á vef Senu-Live að fyrirhuguð dagskrá kvöldsins fari að fullu leyti fram þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu.

Um er að ræða beina útsendingu frá ótilgreindum stað, sem verður kynntur síðar, en leitast verður við að fanga sem best anda Þjóðhátíðar og hina óviðjafnanlegu stemmningu í Eyjum, segir í frétt Senu.

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun stýra brekkusöngnum þetta árið, í beinu streymi og allir geta tekið þátt hvar sem þeir eru í heiminum.

Dagskrá kvöldsins:

  • Kl. 21:00 – Upphitun
  • Kl. 23:00 – Brekkusöngur hefst

Von er á tilkynningu síðar í dag frá þjóðhátíðarnefnd varðandi hátíðarhaldið. Á vefsíðu hátíðarinnar kemur fram að endurgreiðslur og/eða flutningur á miðum muni fara fram gegnum "Mínar síður" inná dalurinn.is þegar þar að kemur.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.