Hollvinasamtökin styðja við bakið á heimilisfólki Hraunbúða með margvíslegum hætti

24.Júlí'21 | 13:24
hollvinasamt_hraunbu_24072021_cr

Frá afhendingunni. Ljósmynd/Facebook-síða Hollvinasamtaka Hraunbúða

Í gær fór fram formleg afhending á ýmsu sem Hollvinasamtök Hraunbúða hafa fært dvalarheimilinu undanfarin tvö ár.

Má þar nefna nuddstól, nýtt sjónvarpskerfi sem færði heimilisfólki mun betri sjónvarpsgæði og fjölbreyttari dagskrá. Area Zone loftdýna frá Fastus sem stillir sig sjálf eftir þyngd skjólstæðings, Albatros hjólastóll frá Stoð og Sara Stedy skutla frá Fastus.

Ásamt þessu hafa Hollvinasamtökin boðið heimilisfólki upp á ýmsa tónleika og veislu frá Einsa Kalda, stóla yoga með Hafdísi Kristjáns, tónlistaratriði á Goslokunum ásamt árlegum viðburðum eins og Vorhátíð, þrettándakaffi, páskabingói og sunnudagsbíltúrum.

Í færslu á facebook-síðu samtakana segir að samtökin séu alltaf að leita leiða til að gleðja fólkið okkar á Hraunbúðum.

„Við tökum fagnandi við öllum ábendingum af afþreyingu fyrir þau og hlökkum mikið til að geta tekið þátt í enn fleiri góðum og gefandi verkefnum á komandi mánuðum. Við viljum svo nota tækifærið og þakka okkar styrktaraðilum fyrir stuðninginn, án ykkar væri þetta ekki hægt og í leiðinni benda þeim sem vilja slást í hópinn með okkur með 2500 króna ársgjaldi að hafa sambandi við okkur á Facebook.” segir að endingu í færslunni.

Óhætt er að þakka forsvarsmönnum samtakana fyrir frábært framtak til að stuðnings heimilisfólki Hraunbúða.
 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.