Fleiri listamenn kynntir til leiks á Þjóðhátíð
21.Júlí'21 | 08:50Þjóðhátíð í Eyjum verður sett með formlegum hætti föstudaginn 30. júlí, en Húkkaraballið er það sem keyrir upp stemninguna fyrir því sem koma skal þessa einstöku helgi í Herjólfsdal.
Húkkaraballið í ár lítur svona út: Flóni, Gugusar, Ingi Bauer, Snorri Ástráðs, Dóra Júlía, Birgir Hákon, Luigi, Bassi Maraj ofl óvæntir gestir.
Það eru svo Ingi Bauer & Snorri Ástráðs sem stýra líka partýinu á föstudagskvöldinu í Dalnum ásamt Flóna, Séra Bjössa og Bassa Maraj. Einnig verður Sveinn Waage, Eyjamaður með meiru, kynnir á laugardagskvöldinu.
Dagskráin á Þjóðhátíð hefur aldrei verið glæsilegri, segir í tilkynningu þjóðhátíðarnefndar. Bríet - Aron Can - FM95Blö - DJ Muscleboy - XXX Rottweiler hundarnir - Emmsjé Gauti - Aldamóta tónleikarnir - Cell 7 - Herra Hnetusmjör - Jóhanna Guðrún - JóiPéxKróli - Sprite Zero Klan, Hipsumhaps, Háski, Bandmenn, Stuðlabandið, Pálmi Gunnars, Guðrún Árný, Klara Elías, Sverrir Bergmann og Ragga Gísla.
Í næstu viku verða síðustu atriði hátíðarinnar kynnt, segir í tilkynningunni.
Tags
ÞjóðhátíðMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.