Allir um borð skimaðir daglega með PCR prófi

21.Júlí'21 | 13:45
20210719_112505

Viking Jupiter fyrir utan Vestmannaeyjar á mánudaginn sl. Ljósmynd/TMS

Í lok síðustu viku kom upp smit í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter, sem siglir hér við land með viðkomu víðsvegar um landið. Meðal annars í Vestmannaeyjum.

Greint var frá því á föstudaginn síðastliðinn að engum farþega hafi verið hleypt í land er skipið hafði viðkomu á Akureyri vegna covid-smitaðs farþega. Sama skip var við akkeri fyrir utan Vestmannaeyjar á mánudaginn sl. og lóðsaði áhöfnin farþega til og frá borði. 

Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjar.net að á vefsíðu landlæknis megi finna leiðbeiningar um viðbrögð og verklag þegar grunur vaknar um Covid-19 smit um borð í skipum í íslenskri lögsögu. 

„Skipið sem þú nefnir, Viking Jupiter, er í strandsiglingum líkt og Viking Sky, og er því ekki að koma frá erlendum höfnum þegar það kemur hingað. Um þessi skip eru sérstakar leiðbeiningar á vef landlæknis.” segir Grímur.

Sjá einnig: Fjöldi ferðamanna heimsækir Vestmannaeyjar í dag

Ágætlega í stakk búin til að hafa sóttkví og jafnvel einangrun um borð

Hann segir að smit hafi komið upp í Viking Sky fyrir um 10 dögum síðan þegar það var á leið í kringum landið.

„Skipið kom ekki við í Vestmannaeyjum í þeirri ferð. Bæði þessi strandferðaskip skima alla um borð daglega með PCR prófi. Því er hægt að takmarka sóttkví um borð við fremur þröngan hóp. Skipin hafa fengið að halda áfram siglingu þótt einhverjir séu í sóttkví og einangrun um borð með þeim stoppum sem eru á áætlun, en þeir sem eru í einangrun og sóttkví mega þá ekki fara frá borði fyrr en í Reykjavík.

Flest þessara skipa sem nú hringsóla um landið eru ágætlega í stakk búin til að hafa sóttkví og jafnvel einangrun um borð, a.m.k. í þann tíma sem hver hringur varir, með 1-2 í klefa og sérsalerni fyrir hvern klefa.” segir Grímur Hergeirsson.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...