Flugið vel nýtt í kringum stórar helgar og sérstaka viðburði

8.Júlí'21 | 07:18
IMG_5990

Vél Icelandair á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á þriðjudaginn síðastliðinn voru umræður um samgöngumál á dagskrá. 

Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar að Icelandair hafi hafið flug á markaðslegum forsendum milli lands og Eyja í lok maí og hefur flogið tvö flug á dag fjórum sinnum í viku frá þeim tíma.

Flugið hefur verið vel nýtt í kringum stórar helgar og sérstaka viðburði, en nýting meðal heimamanna mætti vera betri og mikilvægt að Vestmannaeyingar nýti þennan samgöngumáta, til þess að hægt sé að reka flugsamgöngur á markaðslegum forsendum, segir í fundargerðinni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.