Ingó stýrir Brekkusöngnum
2.Júlí'21 | 08:52Ingó mun stýra Brekkusöngnum í ár en hann hefur stýrt einstakri stemningu í Herjólfsdal frá árinu 2013 og mega þjóðhátíðargestir því leyfa sér að hlakka extra mikið til.
Einnig stígur hann á svið á laugardagskvöldinu þar sem hann ásamt hljómsveit sinni flytur Takk fyrir mig, hið gríðarlega vinsæla þjóðhátíðarlag, því ekki gafst tækifæri til þess í fyrra.
Boðið verður upp á lifandi streymi í samvinnu við Senu live frá Brekkusöngnum í fyrsta skipti og geta landsmenn því upplifað Brekkusönginn heima í stofu í gegnum netið eða myndlykla Vodafone og Símans.
Þessu tengt: Brekkusöngur á Þjóðhátíð í beinu streymi
Emmsjé Gauti, Aldamótatónleikarnir, FM95Blö, DJ Muscleboy og Ingó skemmta á stóra sviðinu í ár ásamt því að fleiri listamenn verða staðfestir á næstu dögum.
Sjá einnig: Gamli Herjólfur í áætlun um Þjóðhátíð
Brugðist við gríðarlegri eftirspurn
Forsalan á Þjóðhátíð í Eyjum gengur gríðarlega vel og nú hefur Þjóðhátíðarnefnd brugðist við gríðarlegri eftirspurn með því að setja ferðir með gamla Herjólfi í sölu en hann mun sigla föstudag og mánudag á hátíðina í ár - í það minnsta tvær ferðir á föstudegi og þrjár á mánudegi - miðar í þessar ferðir fara í sölu á dalurinn.is þriðjudaginn 6.júlí kl.9:00. Gott fyrir áhugasama að vera klára á slaginu því síðast hrundi miðasölukerfið, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Meira frá Þjóðhátíð: Forsölu til félagsmanna ÍBV lýkur á miðnætti
Tags
ÞjóðhátíðMá bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...