Ásmundur Friðriksson skrifar:

Minning: Bragi Júlíusson

1.Júlí'21 | 06:56
bragi_jul_kerti_sams

Mynd/samsett

Þegar ég hugsa til Braga Júlíussonar dettur mér Heimaklettur í hug. Sterkir og mikilfenglegir. Þeir fóru báðir vel með það og þar var gott að reiða sig á svona trausta hlekki.

Þeir áttu það sameiginlegt að standa sína plikt. Samt voru þeir ekkert skildir. Heimaklettur frá Vestmannaeyjum og Bragi ættaður úr Þykkvabænum. En leiðir þeirra lágu saman þegar Bragi kom til Eyja og gerðist sjómaður og var lengst af á Árna í Görðum Ve. Hann kynntist Sigþóru í Úthlíð og úr varð falleg saga. Það varð farsælt og gott samband sem er svo lýsandi fyrir allt sem sneri að honum Braga.

Hann var farsæll maður í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Lærður vélstjóri og vann lengst af sem verkstjóri og vélar og tæki voru ekki langt undan á lífsleiðinni. Síðustu árin var hann yfirmaður í FES-inu og vann sér þar inn traust bæði samstarfsmanna sinna sem og yfirmanna og eigenda Ísfélagsins. Þar kom sér vel þekking hans á því hvernig vélar og tæki vinna saman. Æðakerfi vinnslunnar þar sem hráefnið fer úr tönkum í sjóðara, í pressur og skilvindur, lýsi í tanka og mjöl í sekki. Ég veit ekki hvort mér hefði enst ævin að skilja þetta allt sem lék í höndunum á Braga og hans mönnum. Samspil stjórnandans og starfsmanna var lykillinn af góðri útkomu og þann lykil var Bragi með í hönum sér alla vinnudaga og skilaði góðri vinnslu, afkomu og ánægðum mannskap. Það er einkennandi fyrir góðan stjórnanda að grípa sjaldan til eða beita sér heldur vinna með sínum mönnum og láta öllum líða vel, þannig yfirmaður var hann.

Bragi Júll var einhvernveginn þannig maður að hann þurfti ekkert að leggja það sérstaklega á sig að láta hlutina gagna vel. Fumlaus og óhikuð framkoma og ég vildi segja þessi holling sem fylgdi honum var svo afgerandi. Við kynntumst á vettvangi vinnunnar þar sem mikið var að gera og dagarnir oft langir. Bragi, Silli og Ingvi Sigurgeirs voru saman í útgerð og við náðum vel saman. Þeir stóðu með mér eins og klettar og við urðum hluti af skemmtilegu teymi sem ferðaðist mikið um hálendið og landið okkar allt. Þar naut Bragi sín hvað best.

Hann unni landinu og margar okkar bestu stunda voru þar. Ósjaldan vorum við á tjaldstæðinu við Seljalandsfoss og mér finnst eins og Bragi hafi líka verið líkur fossinum Gljúfrabúa, mildur og góður þegar við sátum saman, grilluðum og áttum skemmtilegar stundir fram á kvöld, jafnvel lengur. En hann gat líka látið finna fyrir sér eins og Dettifoss þegar á þurfti að halda.

Einu sinni fórum við á mörgum bílum um Fjallabak. Á leiðinni austur Mælifellssand grípur mig einhver látalæti og ég keyri frekar ógætileg og hratt austur sandinn. Þegar við áðum næst kemur Bragi til mín og tók í vin sinn. Honum líkaði ekki framkoma mín, hvorki við samferðafólkið eða náttúruna sem við gengum jafnan vel um. Hann vildi ekki eiga það inni frekar en annað, hvorki hjá mér eða öðrum. Það eru þessi hreinleiki í framkomu sem gerir það að verkum að maður heldur að viðkomandi sé skyldur Heimakletti þó hann sé það alls ekki.


Ég votta Sigþóru og fjölskyldunni hjartans samúð.

 

Ásmundur Friðriksson

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).