Hlaðvarpið - aukaþáttur vegna Goslokahátíðar

1.Júlí'21 | 13:38
goslok_fani

Eyjamenn fagna því að 48 ár eru liðin frá því að Vestmannaeyjagosinu lauk. Ljósmynd/TMS

Aukaþáttur vegna Goslokahátíðar í Vestmannaeyjum. Okkur sem stöndum að hlaðvarpinu Vestmannaeyjar - mannlíf og saga langaði að fagna 48 ára goslokaafmæli með sögubroti sem er upptaka af þætti síðan 1983.

Þátturinn nefnist Eldgosið í Heimaey fyrir 10 árum. Þar sem umsjónarmenn Eyjapistils, þeir Arnþór og Gísli Helgasynir rifja upp ýmislegt frá gosinu sem stóð frá 23. janúar til 3. júlí 1973.

Samstarfsmaður við gerð þáttarins, Eldgos í Heimaey fyrir 10 árum, var Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og hjálparhella útí Eyjum var Súlli Johnsen.

Fyrir hönd hlaðvarpsins, Vestmannaeyjar mannlíf og saga, þá óskum við Eyjaskeggjum gleðilegra gosloka.

Þátturinn á Spotify. (Í einhverjum vöfrum kemur ekki allur þátturinn í spilaranum hér að neðan). Því má nálgast þáttinn í hlekknum hér að framan. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.