Gamli Herjólfur í áætlun um Þjóðhátíð
1.Júlí'21 | 16:03„Vel er bókað í Herjólf á komandi vikum, Goslokin núna um helgina og mikil eftirspurn er eftir miðum um Verslunarmannahelgina.” segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjar.net.
„Til að bregðast við eftirspurninni um Verslunarmannahelgina mun Herjólfur III sigla á föstudegi og mánudegi líkt og hann gerði 2019 til að aðstoða nýja skipið á mestu álagstímunum.” segir Hörður, en einnig hefur verið ákveðið að farþegaskipið Teista flytji þjóðhátíðargesti milli lands og Eyja á sömu dögum.
Þessu tengt: Teista flytur þjóðhátíðargesti milli lands og Eyja
Hann segir að Herjólfur III muni einungis flytja farþega í þessum ferðum, en enga bíla. „Þetta verður auglýst nánar á næstu dögum.” segir hann að lokum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.