Páll Scheving Ingvarsson skrifar:

Far þú í friði vinur

1.Júlí'21 | 07:44
bragi_kert_sams

Mynd/samsett

Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin minn og náinn samstarfsmann til margra ára. 

Kveðjustundin er mér lærdómsrík og sérstaklega sár í ljósi þess að Bragi var að ljúka störfum og við átti að taka notalegt ævikvöld eftir stranga starfsævi, þegar á hann ræðst illvígur sjúkdómur sem sigrar á endanum félaga minn. Baráttumann sem gat sannarlega staðið fastur fyrir.

Við erum illilega minnt á það að lífið er núna. Þau orð eru ekki klisja. Guð einn veit hver er næstur.

Vinur minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi.

Sigþóra mín, þér og fjölskyldu þinni óska ég blessunar og birtu. Skarð er höggið.

 

Páll Scheving Ingvarsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.