Reglur og samþykktir Vestmannaeyjabæjar

28.Júní'21 | 10:00
vestmannaeyjab_pappir

Ljósmynd/samsett

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, voru reglur og samþykktir Vestmannaeyjabæjar til umræðu.

Fagnar nýsamþykktum vinnureglum

Í bókun frá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur fulltrúa D listans um málið segir að þann 17. nóvember 2020 var birt opinberlega á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar sem fylgiskjal við fundargerð bæjarráðs persónulegur tölvupóstur með ítarlegum fyrirspurnum sem undirrituð sendi á bæjarstjóra og framkvæmdastjóra. Slíkt var gert að mér forspurðri og hvorki áður né eftir hafa viðlíka fylgiskjöl, þ.e. fyrirspurnir annarra bæjarfulltrúa, verið látin fylgja fundargerðum og því hefur undirritaður bæjarfulltrúi og fyrirspurnir hennar verið tekin sérstaklega út fyrir sviga en slíkt er óásættanlegt og afar ósmekkleg vinnubrögð. Undirrituð fagnar því að með nýsamþykktum vinnureglum virðist meirihlutinn ætla að bæta vinnubrögð sín og vonandi má með þeim koma í veg fyrir að bæjarfulltrúar megi þola slíka gjörninga í framtíðinni.

Segja fylgigögn skorta og þá sérstaklega kostnaðargreiningar

Því næst lögðu allir fulltrúar D listans fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að fylgiskjöl og fundargögn fylgi sérstaklega málum þar sem verið er að taka stefnumarkandi og skuldbindandi ákvarðanir fyrir sveitarfélagið en kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa kvartað undan skorti á fylgigögnum og þá sérstaklega kostnaðargreiningum.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á, í ljósi stofnunar starfshóps um íbúalýðræði á afgreiðslu bæjarstjórnar frá 14. október 2020 um að kanna hug bæjarbúa til fjölgunar bæjarfulltrúa.

Vilja halda áfram þeirri vegferð að auka íbúalýðræði

Þá lögðu bæjarfulltrúar E og H lista fram bókun þar sem segir að meirhluti E og H lista vilji halda áfram þeirri vegferð að auka íbúalýðræði í Vestmannaeyjum. Það sem af er kjörtímabili hafa ýmis skref verið stigin í þá átt, m.a. með því að auka upplýsingaflæði til íbúa, opna nýja vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem gögn eru aðgengileg, halda reglulega íbúafundi, sýna beint frá öllum bæjarstjórnarfundum á vef Vestmannaeyjabæjar, skipun fjölda starfshópa o.m.fl. Mikilvægt er að halda þessari vinnu áfram og móta til framtíðar verklag um þátttöku íbúa í málefnum sveitarfélagsins.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.