Grímuskylda afnumin á öllum starfsstöðvum HSU

28.Júní'21 | 10:16
20210511_163442

Starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Grímuskylda varr afnumin á öllum starfsstöðvum HSU frá og með 26. júní síðastliðinn. Þetta er gert í framhaldi af tilkynningu stjórnvalda um að öllum sóttvarnartakmörkunum yrði aflétt.

Tilmæli verða þó um áframhaldandi grímunotkun hjá fólki með öndunarfæraeinkenni sem og hjá starfsfólki sem þeim sinna. Sé einhver grunur er um einkenni sem gætu stafað af covid eða öðrum smitsjúkdómum skal nota grímur, segir í frétt á vefsíðu HSU.

Þar segir jafnframt að undanfarnir mánuðir hafi verið þungir og starfsfólk HSU hefur staðið sig framúrskarandi vel á þessum erfiðu tímum og það ber að þakka.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...