Brekkusöngur á Þjóðhátíð í beinu streymi
28.Júní'21 | 18:23Brekkusöngur á Þjóðhátíð er fyrir löngu orðinn fastur liður í hátíðarhöldum Íslendinga um verslunarmannahelgina. Nú verður brekkusöngurinn í fyrsta skipti aðgengilegur um allan heim, í beinu streymi.
Öll miðasala fer fram á Tix.is og er hægt að velja á milli þriggja leiða; netstreymis í gegnum spilara frá Vimeo eða myndklykla Símans eða Vodafone. Kaupandi velur rétta miðatýpu og fær kóða sem virkar í eitt af þremur kerfunum. Auðvelt er að virkja aðganginn strax og þá er allt klappað og klárt. Einnig er hægt að kaupa strax með fjarstýringunni í myndlyklum Vodafone og þegar nær dregur í myndlyklum Símans, segir í frétt á miðasöluvefnum Tix.is.
DAGSKRÁIN 1. ÁGÚST:
Kl. 23:00 - Brekkusöngur hefst
Kl. 22:00 - Upphitun
Fram kemur á síðunni að nánari dagskrá verði kynnt innan skamms, en aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili og áhugasamir eru hvattir til að tryggja sér miða strax á sérstöku forsöluverði.
SÉRSTAKT FORSÖLUVERÐ:
Streymi í gegnum Vimeo spilara: 2.900 kr.
Lyklar Símans og Vodafone: 3.400 kr
Miðaverð munu hækka þegar nær dregur og verður það tilkynnt með fyrirvara.
Þjóðhátíð er stærsta tónlistarhátíð Íslands en Eyjamenn hafi komið saman á þessum fyrsta degi ágústmánaðar síðan 1874 og hátíðin eins og við þekkjum hana í dag hefur verið haldin árlega frá árinu 1901. Einungis hefur hún verið blásin af á styrjaldarárum 1914 og 1915 og svo árið 2020 vegna faraldursins.
Nú snýr hátíðin aftur í dalinn með látum og mun brekkusöngurinn frægi loksins fara fram aftur kl. 23:00 sunnudaginn 1. ágúst. Allir landsmenn nær og fjær geta fylgst með, sungið með og skemmt sér í pollagöllum eða sínu fínasta pússi, hvar sem er í heiminum, segir í fréttinni.
Tags
ÞjóðhátíðMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.