Eyjarnar lönduðu fullfermi í Vestmannaeyjum í gær

22.Júní'21 | 12:09
20210621_113242

Landað úr Bergey VE í gær. Ljósmynd/TMS

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Bergey VE og Vestmannaey VE, lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í gær.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana í umræddum veiðiferðum.

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, sagði að uppistaða aflans hjá þeim væri ýsa og karfi. „Við byrjuðum túrinn á Pétursey en þar var frekar tregt. Þá héldum við austur á Ingólfshöfða og á Öræfagrunn og fylltum skipið þar. Þarna austur frá var ágætis kropp og fiskurinn sem fékkst var fínn,“ segir Jón.

Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, var ágætlega hress þegar við hann var rætt. „Við erum með fullt skip og aflinn er blandaður, mest ufsi, ýsa og þorskur. Við hófum túrinn í Háfadýpinu en síðan var dregið austur á Mýragrunn. Þá var snúið við og tekin tvö hol á Ingólfshöfða og loks eitt á Víkinni. Á flestum stöðum var fiskur en hins vegar gekk erfiðlega að fá þær tegundir sem okkur var einkum ætlað að veiða,“ segir Egill Guðni.

Bæði Bergey og Vestmannaey héldu til veiða á ný strax að löndun lokinni, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.