Aukadýpkun í Landeyjahöfn

21.Júní'21 | 07:30
dísa_lande_0521

Sanddæluskipið Dísa siglir hér í átt að Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Dísa, dýpkunarskip Björgunar hefur undanfarna daga verið við dýpkun í og við Landeyjahöfn.

Fram kemur á fréttavefnum mbl.is að Vega­gerðin hafi fengið Björg­un til að taka auka­dýpk­un í höfninni vegna þess að aðstæður hafi verið þannig í maí og júní að sand­ur hef­ur safn­ast inn í Land­eyja­höfn, sér­stak­lega í hafn­ar­mynnið. 

Staðan í Land­eyja­höfn var óvenjugóð í vet­ur og Herjólf­ur gat notað höfn­ina þegar fært var vegna öldu­gangs og vind­hæðar. Vega­gerðin samdi við Björg­un um vetr­ar­dýpk­un og er aðallega unnið að þeim verk­efn­um vor og haust, segir í fréttinni.

Haft er eftir Ey­steini Dof­ra­syni, fram­kvæmda­stjóra Björg­un­ar að verkið hafi gengið vel. Í gær var hins veg­ar ekki nógu hag­stætt veður og var tæki­færið notað til að lag­færa búnað skips­ins. Áhöfn Dísu held­ur áfram vinnu í Land­eyja­höfn og er reiknað með að verkið taki viku til tíu daga.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.