Starfshópur skipaður til að móta verklag um íbúalýðræði

19.Júní'21 | 13:02
kjorkassi_stor

Í október í fyrra samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarráði að móta verklag til framtíðar er varðar íbúalýðræði, íbúafundi og íbúakosningar. Nú hefur verið skipaður starfshópur til að fara í þá vinnu. Ljósmynd/TMS

Reglur og samþykktir Vestmannaeyjabæjar voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Einnig skipaði ráðið í starfshóp sem móta á verklag um íbúalýðræði

Í fundargerðinni kemur fram að á fundi bæjarráðs þann 27. maí sl., fól bæjarráð þeim Helgu Kristínu Kolbeins, bæjarráðsfulltrúa, Angantý Einarssyni framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Ásgeiri Elíassyni, lögfræðingi, að ljúka við reglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Vestmannaeyjabæjar og samþykkt um kjör fulltrúa Vestmannaeyjabæjar vegna nefnda, ráða, stjórna, funda og ráðstefna.

Hópurinn hefur hist og unnið í reglunum og samþykktinni, en auk þess að reglum um framlagningu viðauka við fjárhagsáætlanir. Lagði hópurinn áherslu á að ljúka reglum um birtingu gagna og viðauka, en óska eftir viðbótartíma til þess að ljúka við samþykkt um kjör fulltrúa Vestmannaeyja í nefndum, ráðum og stjórnum.

Því liggja fyrir drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Vestmannaeyjabæjar og drög að reglum um framlagningu viðauka við fjárhagsáætlanir Vestmannaeyjabæjar.

Starfshópur um íbúalýðræði

Þann 14. október sl., samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarráði að móta verklag til framtíðar er varðar íbúalýðræði, íbúafundi og íbúakosningar. Til þess að móta þessa vinnu er gerð tillaga að skipan starfshóps sem hafi það hlutverk að móta umrætt verklag um íbúalýðræði.

Í niðurstöðu ráðsins segir um reglur um framlagningu viðauka og birtingu gagna: Bæjarráð þakkar hópnum góða vinnu og samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um framlagningu viðauka við fjárhagsáætlanir og drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum ráða. Jafnframt veitir bæjarráð hópnum frest til þess að ljúka við reglurnar um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum.

Bæjarráð skipar þau Njál Ragnarsson og Helgu Kristínu Kolbeins bæjarráðsfulltrúa í starfshóp um mótun verklags um íbúalýðræði. Með hópnum starfar Ásgeir Elíasson, lögfræðingur á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja.

 

Reglur varðandi framlagningu viðauka í bæjarstjórn Vestmannaeyja - lokaeintak

Almennar reglur um birtingu gagna - lokaeintak

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.