Stór bólusetningarvika hjá HSU

15.Júní'21 | 11:16
20210428_134701

Bólusett verður í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum á morgun, miðvikudag. Ljósmynd/TMS

Þessi vika er stór hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í bólusetningum. Fram kemur á vef HSU að alls komi 3080 skammtar af Pfizer og 2400 skammtar af Janssen í þeirra hlut. Auk þess er verið að kalla fólk áfram inn í seinni skammt af Astra Zeneca.

Tekið er fram að þessar skammta-tölur eigi við um allt Suðurland. Haldið verður áfram niður handahófs – listann, glöð í bragði því sjá má fram á að þetta fari að klárast á næstu vikum.

Gangur í bólusetningum eftir starfsstöðvum:

Höfn – búin að boða alla sem eru á lista hjá okkur, alla sem eru skráðir með lögheimili á okkar svæði. Stór bólusetningardagur 16/6.

Kirkjubæjarklaustur – búin að boða flesta af listanum og mun boða restina á næstu dögum. Erum fáliðuð, munum vinna þetta eins hratt og hægt er á næstu 2 vikum.

Vík – búin að boða flesta af listanum, eða amk alla með skráð símanúmer. Erum fáliðuð, vinnum þetta eins hratt og hægt er á næstu 2 vikum.  

Vestmannaeyjar – Erum búin að boða alla af handahófslistanum. Þessi vika er stór bólusetningarvika.

Árnes- og Rángársýsla – Erum búin að boða alla niður að árgangi 1991 kvk á handahófslistanum. Léleg mæting hefur verið síðustu vikur, búumst því við að geta boðað marga í afgangsefni. Reiknum með að allir 16 ára og eldri hafi fengið boð í næstu viku.

Sýnið samfélagslega ábyrgð og mætið í bólusetningu

Mjög léleg mæting hefur verið í bólusetningar síðustu vikur, mikil vinna farið í það að kalla inn fólk með stuttum fyrirvara svo bóluefni fari ekki til spillis.

Munum að afléttingar á sóttvörnum í samfélaginu verða ekki nema við náum fram hjartónæmi með bólusetningum.

Sýnið samfélagslega ábyrgð og mætið í bólusetningu.

Við erum öll almannavarnir.

 

Listinn þar sem árgangar og kyn voru dregnir út af handahófi. A.T.H. að þessi listi er eingöngu notaður á HSU Suðurlandi.

 

Árgangur

Kyn

1979

kvk

1997

kvk

1999

kvk

1989

kvk

2005

kvk

1999

kk

1988

kk

1988

kvk

1985

kk

1982

kk

2000

kvk

1993

kvk

1989

kk

1998

kk

1996

kvk

1978

kk

2001

kvk

1996

kk

1994

kvk

1981

kvk

1980

kk

1998

kvk

1983

kk

1987

kk

2004

kvk

2003

kk

2003

kvk

1991

kvk

2000

kk

2004

kk

1979

kk

1990

kvk

1995

kvk

1980

kvk

1995

kk

1984

kvk

2001

kk

1982

kvk

1993

kk

1991

kk

2002

kvk

1985

kvk

1983

kvk

1992

kvk

1994

kk

1986

kvk

1984

kk

1997

kk

1986

kk

1987

kvk

2005

kk

1990

kk

2002

kk

1978

kvk

1992

kk

1981

kk

Tags

COVID-19 HSU

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...