Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi samþykkja framboðslistann
12.Júní'21 | 16:37Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykkur samhljóða í dag í Grindavík á fjölmennum fundi kjördæmisráðs flokksins.
Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að á annað hundrað manns hafi tekið þátt í fundinum og var góð stemning og baráttuandi í fólki fyrir komandi þingkosningar.
Frá því prófkjör flokksins fór fram 29. maí sl. hefur kjörnefnd verið að störfum við að ganga frá heildartillögu að framboðslista. Listinn byggir á þeirri heildartillögu. Í kjörnefnd eiga sæti 21 fulltrúi.
Listinn er svohljóðandi:
- Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri, Hveragerði
- Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, Grindavík
- Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Reykjanesbæ
- Björgvin Jóhannesson, fjármálastjóri, Svf. Árborg
- Ingveldur Anna Sigurðardóttir, meistaranemi í lögfræði við HÍ, Eyjafjöllum
- Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum
- Eva Björk Harðardóttir, oddviti, Skaftárhreppi
- Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ
- Stefanía Anna Sigurjónsdóttir, þroskaþjálfi, Höfn í Hornafirði
- Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldisfræðingur, flugfreyja og matarbloggari, Reykjanesbæ
- Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, Suðurnesjabæ
- Arndís Bára Ingimarsdóttir, lögfræðingur, Vestmannaeyjum
- Grétar Ingi Erlendsson, markaðs- og sölustjóri og bæjarfulltrúi í Svf. Ölfusi, Þorlákshöfn
- Birgitta Hrund Ramsay Káradóttir, skjalastjóri og bæjarfulltrúi, Grindavík
- Sveinn Ægir Birgisson, kennaranemi og varabæjarfulltrúi í Svf. Árborg, Selfossi
- Hulda Gústafsdóttir, hestakona og framkvæmdastjóri Hestvits ehf. Rangárþingi ytra
- Baldur Þórir Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Keflavík
- Jónas Logi Ómarsson, matreiðslumeistari og yfirbryti á Herjólfi, Vestmannaeyjum
- Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, Grindavík
- Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, Rangárþingi eystra

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.