Áætla 25 milljónir í framkvæmdir við nýja starfsstöð fjölskyldu- og fræðslusviðs

12.Júní'21 | 09:00
isb_20

Áætlað er að fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar flytji í gamla Íslandsbankahúsið síðar á árinu. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær keypti sem kunnugt er húsnæði Íslandsbanka við Kirkjuveg. Til stendur að flytja þangað skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar.

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að stefnan sé að flytja skrifstofurnar seinni hluta ársins.

„Það er háð því hvað þarf að gera og hversu lengi þær framkvæmdir taka. Á skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs verða 15 starfsmenn sem sinna félagsþjónustu, fræðslumálum, öldrunarþjónustu, málefni fatlaðs fólks og tómstunda- og íþróttastarfsemi. Það þarf að lagfæra og útbúa skrifstofurými, fundarherbergi, athuga tölvutengingar, skjalavörslu, aðgangstýringar o.fl. Þarfagreining liggur fyrir og nú þarf að fara að hanna og framkvæma.” segir Jón og bætir við að gróf áætlun liggi fyrir. 

Tilflutningur starfsfólks kallar á breytingar á aðstöðu á 2. hæð

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að við breytinguna á rekstrarfyrirkomulagi Hraunbúða flytjist 2-3 starfsmenn á fjölskyldu- og fræðslusvið, sem ekki hafi verið gert ráð fyrir við upphaflega í áætlun um starfsaðstöðu sviðsins í húsinu.

„Því er æskilegt að nýta 2. hæðina að hluta undir starfsaðstöðu. Þessi tilflutningur starfsfólks kallar á breytingar á aðstöðu á 2. hæð, s.s. salerni, starfsmannaaðstöðu og eldhúsi, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í fyrri áætlunum en endurskoðuð áætlun er um 25 milljónir króna.”

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.