Núverandi aðstaða dagdvalar er sprungin

10.Júní'21 | 11:35
sambylid

Lagt er til að kanna með leigu á hluta húsnæðis að Vestmannabrautar 58b (Sambýlið) undir starfsemi dagdvalar og hluta sem félagslegar leiguíbúðir.

Málefni dagdvalar voru til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór þar yfir starfsemi og húsnæðismál dagdvalar. 

Fram kemur í fundargerð frá fundinum að fyrir liggi stefna Vestmannaeyjabæjar um að finna dagdvöl annað og hentugra húsnæði auk þess sem fyrir liggur að núverandi aðstaða dagdvalar er sprungin og þarfnast annað húsnæði. Lagt er til að kanna með leigu á hluta húsnæðis að Vestmannabrautar 58b (Sambýlið) undir starfsemi dagdvalar og hluta sem félagslegar leiguíbúðir.

Í afgreiðslu ráðsins segir að framkvæmdastjóri hafi farið vel yfir stöðu mála og svarað fyrirspurnum ráðsmanna. Ráðið þakkar kynninguna og gerir sér grein fyrir alvarleika málsins. Lagt er til að ráðið fari vel yfir þær upplýsingar sem komu fram á fundinum og kynni sér málið vel og taki afstöðu á næsta fundi.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.