Uppfærð frétt

Frátafir hjá Herjólfi vegna bilunar í bílabrú

10.Júní'21 | 09:50
20210610_092441-001

Herjólfur bíður þess að koma fólki og ökutækjum í land í Eyjum. Ljósmyndir/TMS

Í morgun átti sér stað óhapp við ekjubrú Herjólfs þegar glussaslanga í tjakki gaf sig með þeim afleiðingum að brúin er óökufær. Herjólfur bíður nú við bryggju í Eyjum, en getur ekki lagst að til aflestunar.

Ferjan er þéttsetin þessa dagana, en í morgun hófst TM-mót ÍBV í knattspyrnu. Herjólfur átti að halda í sína aðra ferð frá Eyjum klukkan 9.30 og því ljóst að frátafir verða á siglingum ferjunnar í dag.

Uppfært kl. 10.12

Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. skapaðist engin hætta við óhappið. Hann segir að nú sé unnið að viðgerð en óljóst er á þessari stundu hvað það taki langan tíma.

Uppfært kl. 10.38

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að í morgun hafi átt sér stað óhapp við ekjubrú Herjólfs í Vestmannaeyjum þegar glussaslanga í tjakki gaf sig með þeim afleiðingum að brúin var óökufær. Búið er að vinna að viðgerðum og er stefnt á að sigla óskerta áætlun í dag. Ljóst er að töf verður á brottförum til þess að byrja með en stefnt er á að vinna það upp þegar líða tekur á daginn. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, segir í tilkynningunni.

Uppfært kl. 11.30

Herjólfur hefur hafið siglingar á ný á milli lands og Eyja.

Tags

Herjólfur

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.