Framkvæmdaleyfi fyrir Zipline samþykkt
2.Júní'21 | 10:50Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í gær var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Zipline ofan við Sprönguna.
Fram kemur í fundargerðinni að Sindri Ólafsson sæki um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu mannvirkja fyrir þrjár Zipline línur sem liggja á milli Háar og Skiphella. Öll fyrirhuguð mannvirki eru staðasett á svæði sem er skilgreint sem óbyggðir, utan hverfisverndað svæðis. Hrunhættumat hefur verið framkvæmt og samþykki fengið frá nálægum lóðarhöfum.
Sjá einnig: Skipulagsráð jákvætt fyrir Zipline ferðum
Ráðið samþykkti erindið. Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að umsækjanda beri að vinna að merkingu gönguleiða og uppsetningu mannvirkja í samráði við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs. Starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs var falið að ganga frá samningi varðandi nýtingu svæðisins í samræmi við umræður á fundinum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.