Þjóðhátíðarlagið frumflutt - Göngum í takt - sjáðu myndbandið

28.Maí'21 | 10:30
hatid_2016_svid

Það má búast við að vel verði tekið undir þegar þjóðhátíðarlagið verður tekið á Brekkusviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. Ljósmynd/Gunnar Ingi.

Í morgun var þjóðhátíðarlagið frumflutt. Höfundur og flytjandi þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 

Lagið ber heitið "Göngum í takt" og fjallar um eftirvæntinguna sem að kraumar inn í manni þegar að maður er að labba niður í dal, gegnum hliðið og heyrir í drununum úr brekkunni þegar að þúsundir fólks hafa þjappað sér saman og hátíðin er byrjuð. Hreimur fékk Vigni Snæ Vigfússon með sér í að pródúsera lagið. Magni, sem að söng með Hreim árið 2001 í Þjóðhátíðarlaginu Lífið er yndislegt, verður einnig með að þessu sinni ásamt Emblu Margréti 16 ára dóttur Hreims sem að syngur einnig í laginu.
 
Benedikt Brynleifsson spilar á trommur, Matthías Stefánsson á fiðlu, Pálmi Sigurhjartarson á harmonikku og Árni Þór Guðjónsson, Steini Bjarka, Benedikt Brynleifs og Vignir Snær mynda kórinn. Lag & Texti : Hreimur Örn Heimisson.
 
Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum fór af stað með miklum látum í vikunni. Miðasala er á dalurinn.is.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.