Forsala á Þjóðhátíð hefst í dag
26.Maí'21 | 07:05Í dag klukkan 9.00 hefst forsala á Þjóðhátíðina. Forsalan fer fram líkt og venjulega á vefsíðu hátíðarinnar, dalurinn.is.
Hér að neðan eru allar helstu upplýsingar um verð og hátiðina í ár. Upplýsingarnar eru fengnar af dalurinn.is.
Verðupplýsingar
Þjóðhátíð 2021 | Tímabil | Helgarpassi | Laugardagspassi | Sunnudagspassi |
Félagsmenn ÍBV | 26. maí - 2. júlí | 16.900 | ||
Forsala | 26. maí - 16. júlí | 22.900 | ||
Hátíðarpassi | 26. maí | 28.900 | ||
Dagpassar | 26. maí | 16.900 | 19.900 | |
Lokaverð | 17. júlí - 31. júlí | 28.900 | ||
Herjólfur | stök ferð 2021 | 2.000 |
Miðasala
- 18 ára aldurstakmark er á hátíðina, yngri en 18 ára eru á ábyrgð foreldra. Sölukerfið tekur ekki á móti greiðslum hjá þeim sem eru yngri en 18 ára þ.e. þegar hátiðin fer fram.
- 14. aldursár og eldri greiða aðgang á Þjóðhátíð, frítt er fyrir yngri börn í Dalinn (árg. 2008 og yngri frítt).
- Skilmálar vegna miðakaupa á dalurinn.is
- Hægt er að greiða fyrir miðakaup með kreditkortum og debetkortum
- Hægt er að kaupa miða á hátíðina á dalurinn.is eða við innrukkunarhlið í Dalnum.
- Stakur laugardagsmiði á Þjóðhátíð gildir frá kl. 10:00 laugardaginn 31. júlí til kl. 10:00 sunnudaginn 1. ágúst.
- Stakur sunnudagsmiði á Þjóðhátíð gildir frá kl. 10:00 sunnudaginn 1. ágúst.
- Félagsmenn ÍBV mega kaupa allt að 5 miða á afsláttarkjörum
- Þjóðhátíð 2021 hefst föstudaginn 30. júlí
- Forsala hefst miðvikudaginn 26. maí
- Ekki er hægt að bakka þegar komið er inní greiðsluferlið, ef það er gert þarf að gera nýja pöntun.
- Miðinn þinn berst með tölvupósti við miðakaup en hann má einnig nálgast inn á "Mitt svæði"
- Sami miði/strikamerki gildir fyrir Herjólf og Þjóðhátíðararmband
- Vinsamlegast yfirfarið miðana tímanlega þannig að hægt sé að senda fyrirspurn á info@dalurinn.is ef eitthvað er óljóst.
- Það flýtir fyrir allri þjónustu ef viðskiptavinir okkar koma með miðana sína útprentaða bæði í ferjuna og í Dalinn.
- Á Þjóðhátíð verða teknar myndir sem geta verið notaðar í markaðsskyni á grundvelli lögmætra hagsmuna Ölgerðarinnar og ÍBV Íþróttafélags
- ALLAR FYRIRSPURNIR SKAL SENDA Á info@dalurinn.is - muna að hafa númer pöntunar í viðfangsefni
Herjólfur
- Herjólfsmiða er greitt fyrir sérstaklega (ekki innifaldir í miðaverði)
- Hægt er að kaupa Herjólfsmiða um leið og Þjóðhátíðarmiða - EKKI er hægt að kaupa staka miða í Herjólf á dalurinn.is
- Bílamiða í Herjólf er eingöngu hægt að kaupa hjá Herjólfi S: 481-2800 eða á www.herjolfur.is
- Til að komast um borð í Herjólf þarf að sýna strikamerki, ekki er nóg að sýna kvittun fyrir kaupunum.
- Ef keypt er bæði Herjólfsferð og Þjóðhátíðarmiði á dalurinn.is þá gildir sami miðinn/sama strikamerkið fyrir bæði ferjuna og armbandið í Dalinn. EITT STRIKAMERKI FYRIR ÖLL VÖRUKAUP Í GEGNUM DALURINN.IS
Hátíðarpassi
- Góður ferðatími til og frá Eyjum
- Flýtiafgreiðsla á bryggjunni við komuna til Eyja (armbönd) eftir hátíðarpassaferðir
- 5 fríar ferðir í bekkjabíl/strætó
- Hamborgari og franskar í Veitingatjaldinu í Herjólfsdal
- Tveir frímiðar í sund í Eyjum sem gilda frá föstudegi til mánudag
- Enginn afsláttur er af hátíðarapössum
- Verð fyrir hátíðarpassa er 28.900 kr. - takmarkað magn
Tags
Þjóðhátíð
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.