Lífeyrissjóður Vestmannaeyja keypti fyrir 300 milljónir í útboði Síldarvinnslunnar

20.Maí'21 | 09:20
vestm_svn

Samstæða Síldarvinnslunnar er með starfsstöðvar í Neskaupstað, á Seyðisfirði, í Vestmannaeyjum, á Akranesi og á Akureyri. Ljósmynd/TMS

Í hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar var seldur 29,3 prósenta hlutur fyrir samtals 29,7 milljarða. Heildarvirði félagsins er þess vegna metið á um 101 milljarð króna.

Í fjárfestakynningu vegna útboðs Síldarvinnslunnar kom fram að stjórnendur félagsins áætli að árið 2021 muni verða það besta í mörg ár og að EBITDA-hagnaður muni nema á bilinu 9 til 10 milljörðum króna. Þá er stefnt að því að 30 prósent hagnaðar verði greidd út í arð til hluthafa á hverju ári en eiginfjárhlutfall félagsins var 68 prósent í árslok 2020.

Fjárfestingin fellur vel að fjárfestinga- og áhættustefnu LSV

Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja staðfestir í samtali við Eyjar.net að sjóðurinn hafi tekið þátt í hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar. Lífeyrissjóðurinn keypti fyrir 300 milljónir kr.

Síldarvinnslan er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, stundar veiðar á uppsjávarfisk og bolfisk.

Að sögn Hauks er eiginfjárhlutfall fyrirtækisins hátt og árið í ár gæti orðið eitt hið besta í mörg ár. Hann segir að vaxtatækifæri séu til staðar og langtímahorfur sjávarafurða eru góðar á mörkuðum.  

„Fjárfestingin fellur vel að fjárfestinga- og áhættustefnu LSV en hafa ber í huga að í allri fjárfestingu felst viss áhætta og á það ekki síst við í sjávarútvegi.”

Aflaheimildir samstæðunnar tæplega 32 þúsund þoskígildistonn í fyrra

Á vef Síldarvinnslunnar segir að félagið sé eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og er stærsti framleiðandi fiskimjöls og lýsis á Íslandi. Fyrirtækið leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar, þar sem leitast er við að nota nýjustu tækni sem völ er á til veiða og vinnslu. Árið 2019 voru ársverk hjá Síldarvinnslunni 348 talsins og þar af voru 89 stöðugildi á sjó.

Samstæðan samanstendur af móðurfélaginu, Síldarvinnslunni hf og dótturfélögum þess; Bergi-Hugin ehf, Fóðurverksmiðjunni Laxá hf, Fjárfestingarfélaginu Vör ehf, Runólfi Hallfreðssyni ehf, Seley ehf og SVN eignafélagi ehf. Samstæðan er með starfsstöðvar í Neskaupstað, á Seyðisfirði, í Vestmannaeyjum, á Akranesi og á Akureyri. Höfuðstöðvar félagsins eru að Hafnarbraut 6 í Neskaupstað. Félagið á einnig hlutdeild í uppsjávarútgerð Polar Pelagic AS í Grænlandi og Atlantic Coast Fisheries, útgerð í Bandaríkjunum.

Á fiskveiðiárinu 2020 eru aflaheimildir samstæðunnar tæplega 32 þúsund þoskígildistonn. Ársveltan 2019 var um 22 milljarðar kr og hagnaður félagsins um 5 milljarðar kr.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).