Farþegaflutningar með miklum ágætum í apríl

12.Maí'21 | 06:50
herjolfur_fart

Yfir fimmtán þúsund farþegar ferðuðust með Herjólfi í síðasta mánuði. Ljósmynd/TMS

„Farþegaflutningar voru með miklum ágætum í apríl þrátt fyrir þær samkomutakmarkanir sem voru í gildi.” segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf í samtali við Eyjar.net.

Að sögn Harðar Orra flutti Herjólfur 15.602 farþega í apríl, á móti 4.906 farþega í sama mánuði árið 2020.

Þessu tengt: Mars mánuður aldrei eins góður hjá Herjólfi

Vestmannaeyjar alltaf góð hugmynd

Aðspurður um hvernig honum lýtist á sumarvertíðina segir Hörður að hann sé mjög bjartsýnn á sumarið.

„Ef áætlanir stjórnvalda ganga eftir munum við Eyjamenn halda alla okkar stóru viðburði og eins á ég von á því að ferðamenn, bæði innlendir og erlendir verði duglegir að heimækja okkur í sumar. Við ætlum að setja sjöundu ferðina inn í okkar siglingaáætlun 1. júní og vonum að straumurinn muni liggja til okkar í sumar enda Vestmannaeyjar alltaf góð hugmynd.”

Upplýsingar/Herjólfur ohf.

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.