Nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði við flugvöllinn

9.Maí'21 | 14:20
idnadarsv_vid_flugvoll_vestm_is

Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir 17 lóðum fyrir létta atvinnu- og athafnastarfsemi.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 15. apríl 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir athafnasvæði AT-3 við flugvöll skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir 17 lóðum fyrir létta atvinnu- og athafnastarfsemi.

Lögð er áhersla á fjölbreytt framboð lóða; lóðir eru frá 435 – 1400 m2 og stærð byggingareita frá 240 – 1200 m2. Á deiliskipulagssvæðinu eru byggingarreitir staðsettir, meðfram Dalavegi og skerma þannig sýn inn á athafnasvæði lóðanna. Settir eru ítarlegir skilmálar til að stuðla að snyrtilegri ásýnd svæðisins t.a.m. um frágang lóða, umgengni, ásýnd girðinga, afmörkun geymslusvæða og lýsingu.

Skipulagsgögn eru til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 1. maí 2021 til og með 12. júní 2021 og má einnig finna í skipulagsgátt á vefsíðu sveitafélagsins.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 12. júní 2021 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.