ÍBV sækir um afnot af Herjólfsdal vegna Þjóðhátíðar

4.Maí'21 | 16:07
herjolfsdalur_vid

Herjólfsdalur. Allt útlit er nú fyrir að hægt verði að halda Þjóðhátíð í lok júlí. Ljósmynd/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar var tekin fyrir umsókn ÍBV-íþróttafélags um afnot af Herjólfsdal frá 28. júlí til 2. ágúst 2021 vegna Þjóðhátíðar og að fá að halda Húkkaraball félagsins fimmtudaginn 29. júlí í portinu bak við Hvíta húsið.

Fram kemur í afgreiðslu ráðisins að ráðið samþykki afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Enn fremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 20/8 2021 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 25/8 2021. Þá samþykkir ráðið fyrir sitt leyti fyrirliggjandi staðsetningu á húkkaraballi.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...