Sagnheimar: Verkefnastjóri í stað forstöðumanns

3.Maí'21 | 08:14
hus_safna_cr

Safnahús Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumanns Safnahússins um skipulag Safnahússins í Vestmannaeyjum.

Safnahúsið samanstendur af átta söfnum eða safndeildum í eigu og umsjón Vestmannaeyjabæjar, þ.e. bókasafni, héraðsskjalasafni, Landlyst/Skanssvæði, listasafni, ljósmynda- og kvikmyndasafni, Sagnheimum, byggðasafni og náttúrugripasafni og Sigmundssafni. Þá heyrir fjölmenning undir Safnahúsið.

Öll söfnin í Safnahúsi undir ábyrgð eins forstöðumanns

Í minnisblaðinu er tillaga um að fella öll umrædd söfn í Safnahúsi undir ábyrgð eins forstöðumanns og að ráðinn verði verkefnastjóri sem annast faglega umsjón með starfsemi Sagnheima, Byggðasafns, sem jafnframt verður staðgengill forstöðumanns. Með þessu er stjórnskipulag safnanna einfaldað og rekstur þess gerður hagkvæmari.

Þá er er lagt til að myndaðar verði fimm einingar/deildir undir Safnahúsi: a) Bókasafn; b) fjölmenning; c) ljósmynda- og listasafn; d) Héraðsskjalasafn og; e) Sagnheimar, sem inniheldur m.a. Byggðasafnið, Náttúrugripasafnið og Landlyst (Skansvæðið).

Bæjarráð samþykkti tillögu framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumanns Safnahússins um skipulag starfseminnar og skipurit í Safnahúsinu. Þá var samþykkt að ráðinn verði verkefnastjóri í stað forstöðumanns Sagnheima, Byggðasafns. Ekki er um að ræða nýjar fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2021.

Hér má sjá minnisblaðið.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.