Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar

22.Apríl'21 | 09:38
vidreisn_sudurkjordaemi_21_

Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.

Fyrsti framboðslistinn sem Viðreisn kynnir fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi er í Suðurkjördæmi.

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Árborg, skipar þriðja sæti listans og Elva Dögg Sigurðardóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, er í fjórða sæti.

Listinn er skipaður tuttugu öflugum frambjóðendum. Þau eru á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu og hafa sameiginlega sýn á framtíð íslensks samfélags, segir í tilkynningu frá Viðreisn.

Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi:
 

1.       Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Reykjanesbær.
 

2.       Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum. Hveragerði.
 

3.       Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Árborg. Selfoss.
 

4.       Elva Dögg Sigurðardóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur. Reykjanesbær.
 

5.       Axel Sigurðsson, matvæla- og búfræðingur. Selfoss.
 

6.       Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður. Hveragerði.
 

7.       Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingur. Reykjanesbær.
 

8.       Kristina Elísabet Andrésdóttir, viðskiptafræðingur. Reykjanesbær.
 

9.       Bjarki Eiríksson, sölu- og þjónusturáðgjafi. Hella.
 

10.   Jasmina Crnac, stjórnmálafræðingur. Reykjanesbær.
 

11.   Jóhann Karl Ásgeirsson, háskólanemi. Hveragerði.
 

12.   Kristjana H. Thorarensen, geðtengslafræðingur. Þorlákshöfn.
 

13.   Halldór Rósmundur Guðjónsson, lögfræðingur. Reykjanesbær.
 

14.   Justyna Wroblewska, deildarstjóri í leikskóla og nemi í mannauðsstjórnun. Reykjanesbær.
 

15.   Heimir Hafsteinsson, trésmíðameistari og aðstoðarmaður byggingafulltrúa í Rangárþingi ytra. Hella.
 

16.   Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Vestmannaeyjar.
 

17.   Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður. Vestmannaeyjar.
 

18.   Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari. Suðurnesjabær.
 

19.   Hannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri. Þorlákshöfn.
 

20.   Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur. Selfoss.

 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.