Sameiginlegt skóladagatal grunnskóla, leikskóla og frístundar 2021-2022

13.Apríl'21 | 14:10
barnaskoli_roluv

Barnaskóli Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Sameiginlegt skóladagatal grunnskóla, leikskóla og frístundavers fyrir skólaárið 2021-2022 hefur verið samþykkt af fræðsluráði Vestmannaeyja.

Skólasetning í GRV verður 24. ágúst. Starfsdagar eru 13, þar af eru 9 utan starfstíma skóla en sjá má dagsetningar starfsdaga í skóladagatalinu ásamt dagsetningum vetrarleyfa, foreldraviðtala o.fl., segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Leikskólar opna eftir sumarlokun 3. ágúst. Starfsdagar eru fimm og má sjá dagsetningar þeirra í dagatalinu. Skert þjónusta verður í leikskólum dagana 27.-29. desember þar sem ekki verður um skipulagt leikskólastarf að ræða heldur vistun fyrir þá sem þurfa. Foreldrar sækja um vistun þá daga en leikskólagjöld lækka hjá þeim sem ekki nýta þá.

Frístundaver opnar 16. ágúst. Starfsdagar eru fjórir og má sjá dagsetningar á þeim í dagatalinu. Heilsdagsvistun verður í boði á starfsdögum skóla að hausti, á vetrarleyfisdögum, foreldraviðtalsdögum og í jólaleyfi skóla auk starfsdaga skóla í janúar og júní. Þessir dagar eru merktir sérstaklega í dagatalinu. Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér frístundarúrræði eru hvattir til að huga að því að sækja um en það er gert í gegnum íbúagátt.

Sameiginlegt skóladagatal 2021-2022

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).