Covid bólusetningar hjá HSU

7.Apríl'21 | 10:18
boluefni-covid

Þeir sem misstu af boðaðri bólusetningu, verða boðaðir aftur og fá sent sms þegar að því kemur.

Nú stendur yfir bólusetning árganga 1951 og eldri, segir í tilkynningu á vefsíðu Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands. Þar er tekið fram að mikið álag sé á HSU vegna innhringinga og fyrirspurna um bólusetningar vegna Covid.

Eitthvað er um að fólk komi á bólusetningarstað, sem ekki hafi verið boðað, þá sérstaklega fólk sem átti að mæta áður en komst ekki þá. Áætlunin er þessi og við munum væntanlega bólusetja þessa hópa í apríl. 

Þeir sem misstu af boðaðri bólusetningu, verða boðaðir aftur og fá sent sms þegar að því kemur!

  • ENGINN Á AÐ MÆTA Á BÓLUSETNINGARSTAÐ NEMA HANN HAFI FENGIÐ BOÐ Í SÍMANN SINN – SMS.
  • MIKILVÆGT ER AÐ MÆTA Á RÉTTUM DEGI OG RÉTTUM TÍMA, BÍÐIÐ Í BÍLNUM EF ÞIÐ MÆTIÐ TÍMANLEGA.
  • HRINGIÐ OG BOÐIÐ FORFÖLL EF ÞIÐ KOMST EKKI, ÞIÐ MUNIÐ VERÐA BOÐUÐ AFTUR SÍÐAR.

VIÐ VILJUM ÓLM BÓLUSETJA ALLA OG ERUM ÞAKKLÁT FYRIR ÁHUGA FÓLKS SEM GERIR ÞETTA AUÐVELDARA OG SKEMMTILEGRA FYRIR OKKUR, EN VIÐ GETUM EKKI UPPLÝST EINSTAKA EINSTAKLINGA UM ÞAÐ HVENÆR KEMUR AÐ ÞEIM – ÞIÐ FÁIÐ SMS.

Í apríl er stefnt á að bólusett verði fólk í þessum forgangshópum:

  • Forgangur 5 – aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum hætti.
  • Forgangur 6 – 60 ára +
  • Forgangur 7 – fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjar.net að ofangreint eigi við að mestu hér í Eyjum einnig, nema til viðbótar þessu muni verða hringt í suma einstaklinga, eða þeir fái send sms-smáskilaboð. 

Hún vill koma á framfæri að ef ekki verði búið að hafa samband við einstaklinga fædda '51 eða fyrr í næstu viku er fólk beðið um að hafa samband við heilsugæsluna og einnig einstaklingar sem hafa verið bólusettir með pheizer 18. mars eða fyrr. 

Tags

HSU COVID-19

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).