“Þetta er alger draumur í dós”

7.Apríl'21 | 16:30
20210324_144254

Marsmánuður var býsna góður hjá Bergey VE. Rúmlega 940 tonn í mánuðinum. Þetta er alger draumur í dós, segir Jón Valgeirsson, skipstjóri. Ljósmynd/TMS

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Bergey VE og Vestmannaey VE, komu báðir með fullfermi til Eyja í gær eftir stutta veiðiferð. 

Aflinn var að mestu ýsa og þorskur en nokkuð einnig af ufsa og lýsu. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við skipstjórana og spurði þá hvernig vertíðin gengi.

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, sagði að vertíðin gengi vel og það væri í reyndinni mokveiði bæði í þorski og ýsu. “Við komum inn eftir hádegið í gær með fullt skip og þá voru liðnir 36 klukkutímar frá því að veiðiferðin hófst. Það er sannast sagna hörkuveiði og þetta er fallegur vertíðarfiskur sem við erum með. Við byrjuðum á að taka ýsu á Landsuðurhrauninu og síðan var farið á Selvogsbankann og þar fékkst blanda af þorski, ýsu og ufsa. Þetta er hörkuvertíð og menn verða að gæta þess að fá ekki of mikið í veiðarfærið. Marsmánuður var býsna góður hjá okkur en við fengum rúmlega 940 tonn í mánuðinum og hefðum getað tekið meira. Þetta er alger draumur í dós,” segir Jón.
 
Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, tekur undir með Jóni. “Vertíðin er í hámarki og þetta er bara veisla. Það verður að draga mjög stutt svo holin verði ekki alltof stór. Það er nauðsynlegt að viðhafa aðgæsluveiði. Við vorum að veiða á sömu slóðum og Bergey og erum með svipaða aflasamsetningu. Auðvitað vonum við að það teygist á vertíðinni en nú fara lokanirnar eða hrygningastoppin að byrja fyrir alvöru. Annars eru allir afar glaðir hér um borð og það er sannast sagna ekki tilefni til annars. Síðan má ekki gleyma því að það er að koma vor,” segir Birgir Þór.
 
Gert er ráð fyrir að bæði Bergey og Vestmannaey haldi til veiða á ný annað kvöld.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).