Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar:

Laun hækki um 7,1% á milli ára

5.Apríl'21 | 12:19
blomagengi

Ljósmynd/TMS

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var kynning á fyrirkomulagi vinnuskólans 2021.

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri sviðsins kynnti fyrirkomulag Vinnuskólans fyrir sumarið 2021 en boðið er upp á vinnuskóla fyrir börn fædd 2005 -2007. Fjöldi vinnudaga og vinnutíma í viku er sá sami og verið hefur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, segir í fundargerðinni. Ennig er þess getið að sótt sé um rafrænt.

Lagt er til að laun fyrir sumarið 2021 hækki um 7,1% á milli ára. Tímakaup fyrir 8. bekk; 739 kr, 9. bekk; 862 kr og 10. bekk; 1042 kr.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið leggi til að laun í Vinnuskólanum verði endurskoðuð í framtíðinni og tengd sem hlutfall tímavinnukaups í dagvinnu í launatöflu stéttarfélags. Framkvæmdastjóra er falið að vinna að tillögu að launum við gerð fjárhagsáætlunar 2022. Ráðið staðfestir laun, sem og vinnutíma og vinnutímabil fyrir sumarið 2021. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).