Páll dregur framboð sitt til baka

4.Apríl'21 | 14:40
Pall_magg

Páll Magnús­son

Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi mun ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, líkt og hann hafði áður tilkynnt.

Páll greinir frá þessu á facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá þeirri ákvörðun sinni að láta þessi 5 ár sem hann hefur verið á þingi duga í landsmálapólitíkinni í bili - og gefa ekki ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í næsta mánuði.

Áhuginn einfaldlega dofnað

„Ég komst raunar að þessari niðurstöðu innra með mér strax um síðustu áramót en ákvað samt að leyfa þessum þremur mánuðum að líða áður en ég tæki endanlega ákvörðun; ef eitthvað það gerðist sem kynni að breyta þessari niðurstöðu. Það gerðist ekki.

Það er ekki vegna neinna ytri aðstæðna í pólitíkinni sem ég tek þessa ákvörðun heldur er hún á endanum persónuleg - kemur innan frá. Oft þegar ég hef staðið frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum og áskorunum lýkur vangaveltunum bara með einni einfaldri spurningu: Langar mig nógu mikið til að gera þetta? Svarið að þessu sinni er nei. Ég stóð frammi fyrir nákvæmlega sömu spurningu fyrir tæpum 5 árum og þá var svarið já. En nú hefur áhuginn einfaldlega dofnað - neistinn kulnað.

Og af hverju sagði ég þá fyrir nokkrum vikum að ég ætlaði að gefa kost á mér áfram? Jú, það er einfalda reglan um að þangað til ný ákvörðun er tekin þá gildir sú gamla!

Þetta er sem sagt persónulega niðurstaðan - pólitíska kveðjubréfið kemur svo innan tíðar. Munum að það er ennþá hálft ár eftir af kjörtímabilinu.” segir Páll Magnússon.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).