Skipulagsráð jákvætt fyrir Zipline ferðum

3.Apríl'21 | 10:09
folk_zipl_cr

Verkefnið er að setja upp Zipline brautir og bjóða upp á gönguferð með leiðsögn ásamt Zipline salíbunum.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir fyrirspurn á síðasta fundi ráðsins. Þar er óskað eftir afstöðu ráðsins til uppbyggingar ferðaþjónustu með skipulagðar Zipline ferðir.

Verkefnið er að setja upp Zipline brautir og bjóða upp á gönguferð með leiðsögn ásamt Zipline salíbunum. Fyrirhugað er að setja upp 3-4 línur í mismunandi lengdum, frá 100 og upp í 250 meta.

Í bréfinu sem er frá Sindra Ólafssyni segir m.a. að koma þurfi fyrir stólum eða festingum sem vírinn er síðan festur á. Þessar festingar eru festar beint í berk með þar til gerðum boltum. Hugsanlega þyrfti í einhverjum tilfellum að reisa litla palla við upphafs og endastöðvar brautanna til að auka öryggi farþega og hlífa jarðveginum á viðkomandi svæði. Einnig gæti þurft að koma fyrir þrepum eða keðjum til stuðnings fyrir þá sem um svæðið fara.

Staðsetningar brautana yrðu valdar með tilliti til þess að trufla ekki aðra gangandi vegfarendur um viðkomandi svæði. Vírarnir/brautirnar hafa lítið sjónrænt inngrip og starfsemin og framkvæmdin er með öllu afturkræf án varanlegra ummerkja fyrir umhverfið.

Fram kemur í erindinu að það sé skoðun bréfritara að svæðið milli Hánnar og Skiphella (Sandskörð) henti best undir starfsemina. Fram kemur að bréfritari sé að láta vinna fyrir sig kort af svæðinu í þrívídd með nákvæmum hæðarpunktum til þess að geta sett fram nákvæmari mynd af leiðunum.

Hann telur að nálægðin við Sprönguna geti unnið vel með þessu verkefni og stuðlað að kynningu og varðveislu á þessum merkilega menningararfi okkar Eyjamanna sem sprang og bjargsig eru. Vonar bréfritari að erindið fái jákvæða umfjöllun og að hann fái tækifæri á að vinna verkefnið áfram í samráði við skipulagsyfirvöld.

Ráðið tók jákvætt í erindið og var því vísað til frekari úrvinnslu á umhverfissviði og skipulagsfulltrúa falið að ræða við bréfritara.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).