Harpa Valey með þriggja ára samning við ÍBV

2.Apríl'21 | 10:37
harpa_valey_ibv_fb

Harpa Valey Gylfadóttir. Ljósmynd/ÍBV

Harpa Valey Gylfadóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Harpa nú skrifað undir nýjan 3. ára samning við félagið.

Frá þessu er greint á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Harpa er ung og mjög efnilega handknattleikskona sem hefur átt mjög góðan vetur í handboltanum. Hlutverk Hörpu Valeyjar í liði ÍBV hefur orðið stærra og stærra undanfarin ár og á yfirstandandi tímabili hefur hún leikið lykilhlutverk í framliggjandi 5-1 vörn liðsins ásamt því að leika í vinstra horninu. Hún hefur staðið sig mjög vel en hún hefur undanfarin ár verið valin í yngri landslið Íslands.

Fyrr árinu valdi Arnar Pétursson Hörpu Valeyju í A-landsliðshópinn og tók hún þátt í 3 leikjum með liðinu í Norður-Makedónínu í síðasta mánuði. Þar stóð Harpa sig vel, lék hún sína fyrstu landsleiki og skoraði sín fyrstu landsliðsmörk, en leikirnir voru partur af undankepnni HM í handbolta. Hún er svo sömuleiðis í landsliðshópnum sem æfir nú fyrir úrslitaleikina við Slóveníu um sæti á HM, en þeir leikir fara fram um miðjan apríl.

Við erum ótrúlega ánægð með að hafa tryggt okkur krafta Hörpu áfram og hlökkum til áframhaldandi samstarfs, segir í tilkynningu handknattleiksdeildar ÍBV.
 

Tags

ÍBV

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).