Fengu styrkveitingu fyrir sjö mögulegum staðsetningum hleðslustöðva

1.Apríl'21 | 10:16
rafhledsla_bill

Ljósmynd/TMS

Styrkir frá Orkusjóði varðandi uppsetningu rafbílahleðslustöðva var á dagskrá síðasta fundar umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja.

Fram kemur í fundargerð að umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar hafi nýlega fengið úthlutað styrkveitingu fyrir alls sjö mögulegum staðsetningum rafbílahleðslustöðva, við grunnskóla, hafnar, íþrótta og félagslegra starfstöðva sveitafélagsins. Umhverfisfulltrúi kynnti fyrir ráðinu áform um uppsetningu fyrstu stöðvanna sem ráðist verður í.

Eftirtaldar umsóknir Vestmannaeyjabæjar voru samþykktar:

  • Hleðslustöðvar við sundlaug 1,039 M.kr
  • Hleðslustöðvar við Hamarsskóla 1,289 M.kr
  • Hleðslustöðvar við Barnaskóla við Skólaveg 715 þúsund kr.
  • Hleðslustöðvar við félagsþjónustu Kirkjuvegi 715 þúsund kr.
  • Hleðslustöðvar við höfnina í Vestmannaeyjum 490 þúsund kr.
  • Hleðslustöð fyrir rafbíla við Hraunbúðir og Kirkjugerði 755 þúsund kr.
  • Hleðslustöðvar við leikskólann Sóla 755 þúsund kr.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).