Stefnt að því að verkinu verði lokið mánaðarmótin maí/júní

31.Mars'21 | 08:45
idnadarm_bygg_lyfta

Áhersla er á að öllum ytri framkvæmdum sé lokið og húsnæðið allt hafi öryggisvottun áður en flutt sé inn. Mynd/TMS

Staða framkvæmda og úthlutun á þjónustuíbúðum fatlaðs fólks að Strandvegi 26 var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja í gær.

Vestmannaeyjabær hefur úthlutað öllum sjö þjónustuíbúðunum til þjónustuþega sem allir uppfylla skilyrði til úthlutunar. Mikil tilhlökkun er að flytja inn sem og að taka í gagnið nýjan þjónustukjarna sem á að nýtast m.a. íbúum í umræddum þjónustuíbúðum. Beðið er því með óþreyju eftir því að framkvæmdaraðilar ljúki verkinu og hægt verði að flytja inn.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir framgangi verksins og mat hans á hugsanlegum verklokum. Að hans sögn gengur framkvæmdin ágætlega. Unnið er að raflögnum og málun og eftir páska verður byrjað að setja upp innréttingar. Áhersla sé á að öllum ytri framkvæmdum sé lokið og húsnæðið allt hafi öryggisvottun áður en flutt sé inn. Ólafur segir að svo framarlega sem ekkert óvænt komi upp gæti verkinu verið lokið mánaðarmótin maí/júní.

Í afgreiðslu ráðsins er Ólafi þakkaðar upplýsingarnar og tekur ráðið undir tilhlökkun væntanlegra íbúa í nýju þjónustuíbúðunum. Ráðið hvetur framkvæmdaaðila að hraða framkvæmdum þannig að tímasetningar standi varðandi það að flytja inn í nýjar þjónustuíbúðir sem og nýjan þjónustukjarna.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.