Aukin framleiðslugeta og hraðari afhending bóluefna í Evrópu
- þetta á við um öll þrjú bóluefnin sem notkun er hafin á hérlendis
28.Mars'21 | 09:29Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á í stöðugum samræðum við markaðsleyfishafa bóluefna gegn COVID-19 með aukna framleiðslugetu fyrir Evrópu að leiðarljósi.
Stofnunin birti á föstudaginn frétt þess efnis að tilteknar aðgerðir og ákvarðanir stuðli að aukinni framleiðslugetu og hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu.
Nýr framleiðslustaður bóluefnis AstraZeneca
Nýr framleiðslustaður hefur verið samþykktur fyrir bóluefnið í Leiden í Hollandi. Þar verður virka efni bóluefnisins framleitt.
Nýr framleiðslustaður bóluefnis BioNTech/Pfizer ásamt sveigjanlegri geymsluskilyrðum þess í flutningi
Nýr framleiðslustaður hefur verið samþykktur fyrir bóluefnið í Marburg í Þýskalandi. Þar verður bæði virka efni bóluefnisins framleitt, sem og fullbúið bóluefni. Jafnframt hafa ný geymsluskilyrði verið samþykkt sem gera flutning bóluefnisins og dreifingu auðveldari.
Nýr framleiðslustaður bóluefnis Moderna ásamt breytingum í framleiðsluferli til að auka framleiðslugetu
Nýr framleiðslustaður hefur verið samþykktur fyrir bóluefnið í Visp í Sviss. Þar verður bæði virka efni bóluefnisins framleitt sem og fullbúið bóluefni. Jafnframt hafa breytingar á framleiðsluferli verið samþykktar sem munu stuðla að aukinni framleiðslugetu, segir í frétt á vef Lyfjastofnunar Íslands.
Tags
COVID-19
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.