Á ekki von á mörgum farþegaskipum í sumar
28.Mars'21 | 08:46Ekki er búist við mörgum skemmtiferðaskipum til Vestmannaeyja í sumar vegna kórónuveirufaraldursins.
Í fyrra komu aðeins örfá skip til Eyja og kom það fyrsta seinni partinn í júlí. Þar að auki voru sárafáir farþegar með skipunum vegna heimsfaraldursins.
Að sögn Andrésar Þorsteins Sigurðssonar, yfirhafnsögumanns hjá Vestmannaeyjahöfn voru bókaðar 94 komur hingað í sumar þegar mest var. Hann segir að eitthvað sé byrjað að afbóka komur, nú þegar.
„Ég á ekki von á að það verði mörg skemmtiferðaskip hér í sumar, ástandið tekur lengri tíma að jafna sig en búist var við.” segir Andrés.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...