Uppfærð frétt

Næstu bólusetningar gegn Covid í Eyjum

26.Mars'21 | 12:21
influensa_sprauta

Í næstu viku er áætlað að ljúka við fyrstu bólusetningu árganga 1944, 1945 og 1946.

Enn er Covid veiran að sýkja einstaklinga og mikilvægt að fara varlega og halda uppi persónulegum sóttvörnum. 

Í tilkynningu frá HSU í Eyjum segir að haldið verði áfram að bólusetja, og í næstu viku er áætlað að ljúka við fyrstu bólusetningu árganga 1944, 1945 og 1946. Mun fólk í þeim árgöngum fá sms-skilaboð í næstu viku varðandi hvar á að mæta og klukkan hvað. Verður fólk beðið um að láta vita geti það ekki mætt. Einnig verður lokið við að bólusetja þá sem fengu pheizer 11 mars eða fyrr. 

Ef þú eða þinn aðstandandi sem fæddir eru 1946 eða fyrr hafa ekki fengið boð um bólusetningu miðvikudaginn 31. mars, ert þú beðinn um að hafa samband við heilsugæslu,  sími 4322500 og láta vita.    

Eftir páska verður bólusetningum haldið áfram. Þá í aldurshópnum 70 – 79 ára og í þeim forganshópum sem eftir eiga að ljúka bólusetningum.  Þar eru meðal annars heilbrigðisstarfsmenn, slökkvilið og starfsmenn félagsþjónustu.   

Gleðilega páska og förum varlega, segir í tilkynningu frá HSU í Vestmannaeyjum.

Tags

COVID-19 HSU

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.