Leikskólarnir opna klukkan 10 á morgun, föstudag

25.Mars'21 | 10:22
kirkjuger

Leikskólinn Kirkjugerði. Ljósmynd/TMS

Leikskólarnir opna kl. 10.00, föstudaginn 26. mars vegna hertra sóttvarnarreglna sem tóku gildi á miðnætti þann 25. mars.

Starfsfólk leikskólanna fær þá svigrúm til að ljúka við að undirbúa leikskólastarfið í samræmi við nýju reglurnar, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Leikskólarnir munu starfa eftir bestu getu með þeim takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni en skv. henni mega 10 fullorðnir einstaklingar vera samankomnir í hverju rými.

Foreldrar eru beðnir um að nota grímu og gæta að 2 metra reglunni í fataherbergjum leikskólanna og staldra þar við eins stutt og kostur er.

Ný reglugerð sem snýr að skólastarfi.

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.