Bókasafnið lokað um óákveðinn tíma
25.Mars'21 | 10:16Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður Bókasafnið lokað um óákveðinn tíma frá og með fimmtudeginum 25. mars.
Líkt og við síðustu lokun bjóðum við upp á að hægt sé að hringja til okkar (s: 488-2040) virka daga 10-17 eða senda okkur skilaboð á Facebook og taka frá bækur.
Starfsfólk finnur til bækurnar, skráir þær á viðkomandi og mun síðan setja bækurnar fram í Einarsstofu, inngang Safnahúss, þar sem hægt verður að ná í þær virka daga 10-17. Bækurnar verða merktar nafni viðkomandi. Einungis verður hægt að skila bókum í lúguna vinstra megin við inngang.
Ekki verða rukkaðar sektir á meðan þessu stendur en við viljum benda á að hægt er að framlengja útlán inni á Gegni eða með því að hringja eða senda okkur skilaboð á Facebook.
Við vonum að ástandið lagist fljótt með þessum hertu aðgerðum og að við getum opnað sem fyrst aftur. Við komumst í gegnum þetta saman, segir í tilkynningu frá starfsfólki Safnahúss.
Tags
COVID-19
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.