Skora á Vegagerðina að nýta Herjólf III til siglinga yfir Breiðafjörð

18.Mars'21 | 15:20
gamli_og_nyi_herj

Atvinnuveganefnd skorar á Vegagerðina að skoða möguleika á að nýta Herjólf III til siglinga yfir Breiðafjörð. Ljósmynd/TMS

Atvinnuveganefnd Alþingis skorar á Vegagerðina að nýta Herjólf til siglinga yfir Breiðafjörð þar til varanleg lausn er fundin með nýju skipi til framtíðar. Tryggja verði öruggar ferjusiglingar þar sem atvinnulífið treysti á þessar samgöngur.

Nefndin sendi frá sér ályktun eftir fund nefndarinnar í morgun og var samstaða um ályktunina í nefndinni.

Á fundinum var fjallað um ferjusiglingar á Breiðafirði með tilliti til atvinnuuppbyggingar á sunnanverðum Vestfjörðum. Breiðafjarðaferjan Baldur bilaði í síðustu viku og voru farþegar fastir um borð í rúman sólarhring. Margir kallað eftir aðgerðum strax. 

Einn af þeim sem lagði til að Eyjamenn hlypu undir bagga var Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður sem ritaði pistil hér á Eyjar.net um að lána aðra ferjuna sem Vestmannaeyingar hafa yfir að ráða, vestur á meðan fundin sé lausn á samgöngumálum á Breiðafirði.

Sjá einnig: Breiðafjarðarferjan Herjólfur

Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við fréttavef Ríkisútvarpsins í dag að nefndin vilji tryggja öruggar ferjusiglingar.

„Niðurstaðan var sú að atvinnuveganefnd sendir frá sér ályktun sem gengur út á það að það verði að tryggja öruggar ferjusiglingar. Þær séu lykillinn að vexti atvinnulífs og flutningi á fólki og öryggi íbúa á svæðinu með því að tryggja öryggi í samgöngum yfir Breiðafjörðinn til framtíðar. Við í framhaldinu skorum á Vegagerðina að skoða möguleika á að nýta Herjólf þriðja eins og hann er kallaður eða leita annarra leiða þar til varanleg lausn er fundin með nýju skipi til framtíðar.“

Var samstaða í nefndinni um þessa ályktun? „já algjör samstaða í nefndinni.“

Tags

Samgöngur

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).