Hlaðvarpið - Björgvin Sigurjónsson

Gamla viðtalið er við séra Jes A. Gíslason sem fæddur var 28. maí 1872 og lést 7. febrúar 1961

18.Mars'21 | 12:30

Í þriðja þætti er rætt við Björgvin Sigurjónsson, Kúta á Háeyri, um líf hans og störf á landi og á sjó. Kúti hefur afrekað margt og gaman er að fá að heyra hvað á daga hans hefur drifið.

Í seinni hluta þáttarins höldum við áfram að hlusta á viðtal sem að Þremenningarnir úr stjórn Vestmannaeyjafélagsins Heimaklettur tóku upp á árunum 1953-1954. Viðtalið sem við fáum að heyra í dag var tekið við séra Jes A. Gíslason sem fæddur var 28. maí 1872 og lést 7. febrúar 1961. Rifjar hann upp fyrir okkur æsku sína. Skemmtilegt er að hlusta á þessi viðtöl og fara aftur í tímann í huganum og ímynda sér hvernig lífið var hér áður fyrr.

Endilega fylgjið okkur á Facebook, Instagram og Twitter undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.